“Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli.”
“Og hví skyldu vér amast við bókinni? Hún neyðir þig ekki til að lesa sig. Hún lætur persónu þína afskiftalausa. Hún liggur þarna einmana í horninu í bóksölubúðinni eins og þrítug piparjómfrú. En sá voði vogir yfir þér alla ævi þína, að rithöfundur setjist inn til þín og þylji yfir þér heila syrpu af óprentuðum ljóðum. Bækur eru saklausir hlutir, en rithöfundur eru ægilegar verur.”