“Næringarráðgjafinn er heilbrigðið uppmálað. Maður hreinlega finnur hvað líkaminn hennar er kátur með það sem hún gefur honum að borða. Hjá henni eru sellerístönglarnir sælgæti, ekki framandi og skrýtið grænmeti og hnetur og fræ eru nausðynlegir fæðuflokkar, ekki snakk og fuglafóður. Mér líður eins og gömlum jálki, sem er búinn að tyggja úldið hey árum saman, kominn á fund verðlaunahryssu.”

Anna Pálína Árnadóttir

Anna Pálína Árnadóttir - “Næringarráðgjafinn er...” 1

Similar quotes

“Og ef við gefum okkur nú það sem fólk í borgum nútímans trúir, að hamingjan felist í því að geta keypt svo mikið í búðunum að maður verður öreigi inni í sér, að hamingjan sé að vera frjáls og geta valið allt sem manni dettur í hug í líf sitt eins og heimurinn sé einn allsherjar restaurant, er það ekki dómur yfir allar gengnar kynslóðir sem ekki gátu lifað svo? Og eru þá hamingjan og lífsfyllingin glænýjar uppfyndingar fólksins í borgunum, en allt gengið líf í þessu landi, og reyndar bróðurpartur alls lífs á öllum tímum, merkingarlaust og hamingjulaust?”

Bergsveinn Birgisson
Read more

“Endurnar á Tjörninni hafa orðið alveg eins og fólkið, dauflegar afætur sem bítast um það sem til þeirra er kastað. Og er það ekki einmitt í þessu sem upp koma hugsanir um að lífið hafi öngvan tilgang?”

Bergsveinn Birgisson
Read more

“Fegurðin og mannlífið eru tveir elskendur sem fá ekki að hittast.”

Halldór Kiljan Laxness
Read more

“...áhyggjur eru holar að innan" Auðvitað eru þær holar að innan! Þær virðast vera risastór björg á vegi manns og miklir farartálmar, en í raun eru þær bara svartar loftbólur. Loftbólur sem springa við minnstu skoðun! Gera ekki minnsta gagn. Þvælast bara fyrir og stoppa mann af og eru svo þegar nánar er skoðað holar að innan. Tómar. Galtómar. Gagnslausar. Einskis nýtar.”

Anna Pálína Árnadóttir
Read more

“Það er ósköp menningarsnautt að sjá inn á heimilin nú til dags þar sem hver hlutur er úr sinni heimsálfunni og oftlega vita menn ekki neitt um hvaðan hluturinn kemur. Og hver er munurinn á heimaunnum hlut og hinum úr verksmiðjunni? Annar hefur sál og hinn ekki, því hver sá sem vinnur hlut í höndum sér, skilur eftir brot af sjálfum sér í verki sínu.”

Bergsveinn Birgisson
Read more