“Manneskja úti á túni á Íslandi um miðja nótt, í götóttu föðurlandi einu fata með skaufann út í loftið eins og strandaður búrhvalur, manneskja sem tekið hefur sveitahokur fram yfir kærleikann.”

Bergsveinn Birgisson

Bergsveinn Birgisson - “Manneskja úti á túni á Íslandi...” 1

Similar quotes

“Fara burt úr sveitinni þar sem forfeður mínir höfðu búið í heilt árþúsund, til að vinna í borg þar em maður sæi aldrei afrakstur handa sinna, en væri leiguliði og annarra þræll. Þar sem fólk kallar tímann peninga, og eyðir í leikhús og skemmtanir þeim peningum sem það hefur aflað terlínklætt á skrifstofum. Burt frá huldufólkinu í brekkunum.”

Bergsveinn Birgisson
Read more

“Mér hefði fundist allt mitt starf gersneytt merkingu og fundið leiðan hellast yfir mig og byrjað að drekka brennivín til að hafa ofan af fyrir sjálfum mér. Svoleiðis verða þeir í Reykjavík. Ég hef séð það af kvikmyndunum sem þeir búa til um fólkið á landsbyggðinni. Samfélagsmyndin sem skín í gegn samanstendur af illa innrættum þursum sem hafa það eitt fyrir stafni að berja á sínum nánustu og tjá sig í einsatkvæðisorðum.”

Bergsveinn Birgisson
Read more

“Það er ósköp menningarsnautt að sjá inn á heimilin nú til dags þar sem hver hlutur er úr sinni heimsálfunni og oftlega vita menn ekki neitt um hvaðan hluturinn kemur. Og hver er munurinn á heimaunnum hlut og hinum úr verksmiðjunni? Annar hefur sál og hinn ekki, því hver sá sem vinnur hlut í höndum sér, skilur eftir brot af sjálfum sér í verki sínu.”

Bergsveinn Birgisson
Read more

“Og ef við gefum okkur nú það sem fólk í borgum nútímans trúir, að hamingjan felist í því að geta keypt svo mikið í búðunum að maður verður öreigi inni í sér, að hamingjan sé að vera frjáls og geta valið allt sem manni dettur í hug í líf sitt eins og heimurinn sé einn allsherjar restaurant, er það ekki dómur yfir allar gengnar kynslóðir sem ekki gátu lifað svo? Og eru þá hamingjan og lífsfyllingin glænýjar uppfyndingar fólksins í borgunum, en allt gengið líf í þessu landi, og reyndar bróðurpartur alls lífs á öllum tímum, merkingarlaust og hamingjulaust?”

Bergsveinn Birgisson
Read more

“Endurnar á Tjörninni hafa orðið alveg eins og fólkið, dauflegar afætur sem bítast um það sem til þeirra er kastað. Og er það ekki einmitt í þessu sem upp koma hugsanir um að lífið hafi öngvan tilgang?”

Bergsveinn Birgisson
Read more