“Þannig virðist mér reglan heldur vera sú að fólk lifi að jafnaði í berhöggi við það sem það boðar, hvaða mynd svo sem kann að vera á því sem boðað er, sé það pólítísk stefna eða tilvistarspeki. Það er engu líkara en þeir sem tala um að grenna sig, sykri alltaf pönnsuna mest og verstu ruddarnir tali um "aðgát í næveru sálar"; þeir sem fordæma glæpinn harðast séu að jafnaði stærstu glæpamennirnir, kapítalisminn sem á að gera alla ríka-geri alla fátæka, og eins víst að frelsið sem mönnum er svo tíðrætt um núna eigi eftir að fera alla að þrælum.”