“Fegurðin og mannlífið eru tveir elskendur sem fá ekki að hittast.”

Halldór Kiljan Laxness

Halldór Kiljan Laxness - “Fegurðin og mannlífið eru...” 1

Similar quotes

“Næringarráðgjafinn er heilbrigðið uppmálað. Maður hreinlega finnur hvað líkaminn hennar er kátur með það sem hún gefur honum að borða. Hjá henni eru sellerístönglarnir sælgæti, ekki framandi og skrýtið grænmeti og hnetur og fræ eru nausðynlegir fæðuflokkar, ekki snakk og fuglafóður. Mér líður eins og gömlum jálki, sem er búinn að tyggja úldið hey árum saman, kominn á fund verðlaunahryssu.”

Anna Pálína Árnadóttir
Read more

“Og nú heldur hann þeir svensku séu ekki jafngáfaðir og hann. Ég skal segja þér: þeir eru gáfaðri en hann, þeir eru svo gáfaðir að einginn kraftur fær þá til að trúa því að það samsafn af lúsugum betlurum norðrí raskati, sem kallar sig íslendinga og nú eru bráðum allir dauðir guðisélof, hafi skrifað fornsögurnar.”

Halldór Kiljan Laxness
Read more

“...áhyggjur eru holar að innan" Auðvitað eru þær holar að innan! Þær virðast vera risastór björg á vegi manns og miklir farartálmar, en í raun eru þær bara svartar loftbólur. Loftbólur sem springa við minnstu skoðun! Gera ekki minnsta gagn. Þvælast bara fyrir og stoppa mann af og eru svo þegar nánar er skoðað holar að innan. Tómar. Galtómar. Gagnslausar. Einskis nýtar.”

Anna Pálína Árnadóttir
Read more

“Það væri svo sem ásættanlegt að búa í borg, ef fólk yrði ekki unnvörpum svona leiðinlegt af að búa þar. Meiraðsegja endurnar á Tjörninni, sem fá allt upp í gogginn á sér, missa geislan sína og persónuleika.”

Bergsveinn Birgisson
Read more

“Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.”

Halldor Laxness
Read more