“Maðurinn finnur það sem hann leitar að, og sá sem trúir á draug finnur draug.”

Halldór Kiljan Laxness

Halldór Kiljan Laxness - “Maðurinn finnur það sem hann...” 1

Similar quotes

“Hann sá strax að þetta var mannsbein þegar hann náði því af barninu, sem setið hafði á gólfinu og tuggið á því.”

Arnaldur Indriðason
Read more

“Næringarráðgjafinn er heilbrigðið uppmálað. Maður hreinlega finnur hvað líkaminn hennar er kátur með það sem hún gefur honum að borða. Hjá henni eru sellerístönglarnir sælgæti, ekki framandi og skrýtið grænmeti og hnetur og fræ eru nausðynlegir fæðuflokkar, ekki snakk og fuglafóður. Mér líður eins og gömlum jálki, sem er búinn að tyggja úldið hey árum saman, kominn á fund verðlaunahryssu.”

Anna Pálína Árnadóttir
Read more

“Þannig virðist mér reglan heldur vera sú að fólk lifi að jafnaði í berhöggi við það sem það boðar, hvaða mynd svo sem kann að vera á því sem boðað er, sé það pólítísk stefna eða tilvistarspeki. Það er engu líkara en þeir sem tala um að grenna sig, sykri alltaf pönnsuna mest og verstu ruddarnir tali um "aðgát í næveru sálar"; þeir sem fordæma glæpinn harðast séu að jafnaði stærstu glæpamennirnir, kapítalisminn sem á að gera alla ríka-geri alla fátæka, og eins víst að frelsið sem mönnum er svo tíðrætt um núna eigi eftir að fera alla að þrælum.”

Bergsveinn Birgisson
Read more

“Endurnar á Tjörninni hafa orðið alveg eins og fólkið, dauflegar afætur sem bítast um það sem til þeirra er kastað. Og er það ekki einmitt í þessu sem upp koma hugsanir um að lífið hafi öngvan tilgang?”

Bergsveinn Birgisson
Read more

“Og ef við gefum okkur nú það sem fólk í borgum nútímans trúir, að hamingjan felist í því að geta keypt svo mikið í búðunum að maður verður öreigi inni í sér, að hamingjan sé að vera frjáls og geta valið allt sem manni dettur í hug í líf sitt eins og heimurinn sé einn allsherjar restaurant, er það ekki dómur yfir allar gengnar kynslóðir sem ekki gátu lifað svo? Og eru þá hamingjan og lífsfyllingin glænýjar uppfyndingar fólksins í borgunum, en allt gengið líf í þessu landi, og reyndar bróðurpartur alls lífs á öllum tímum, merkingarlaust og hamingjulaust?”

Bergsveinn Birgisson
Read more