“Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.”

Halldor Laxness

Explore This Quote Further

Quote by Halldor Laxness: “Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að v… - Image 1

Similar quotes

“Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó.”


“Það væri svo sem ásættanlegt að búa í borg, ef fólk yrði ekki unnvörpum svona leiðinlegt af að búa þar. Meiraðsegja endurnar á Tjörninni, sem fá allt upp í gogginn á sér, missa geislan sína og persónuleika.”


“Fegurðin og mannlífið eru tveir elskendur sem fá ekki að hittast.”


“En þeir sem voru snemma á fótum morguninn eftir urðu þeirrar huggunar aðnjótandi að sjá Pétur Pálsson ríða heim af fjalli, að vísu aðþreingdan nokkuð, ákaflega moldugan, hattlausan, tannlausan, og loníettulausan, en þó óneitanlega í tiltölulega ómyrtu ásigkomulagi.”


“Ef maður vill stela í þjófafélagi, þá verður að stela samkvæmt lögum; og helst að hafa tekið þátt í því að setja lögin sjálfur.”


“Fara burt úr sveitinni þar sem forfeður mínir höfðu búið í heilt árþúsund, til að vinna í borg þar em maður sæi aldrei afrakstur handa sinna, en væri leiguliði og annarra þræll. Þar sem fólk kallar tímann peninga, og eyðir í leikhús og skemmtanir þeim peningum sem það hefur aflað terlínklætt á skrifstofum. Burt frá huldufólkinu í brekkunum.”