“Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili.”
“Endurnar á Tjörninni hafa orðið alveg eins og fólkið, dauflegar afætur sem bítast um það sem til þeirra er kastað. Og er það ekki einmitt í þessu sem upp koma hugsanir um að lífið hafi öngvan tilgang?”
“Hann var bara að komast á þann aldur, þegar barnið sofnar djúpt inní manni og hjá sumum vaknar það aldrei aftur. Ekki í þessu lífi. Svoleiðis fólk gengur því með dáið barn inní sér. Og misskilur þessvegna allt heila klabbið.”
“Það væri svo sem ásættanlegt að búa í borg, ef fólk yrði ekki unnvörpum svona leiðinlegt af að búa þar. Meiraðsegja endurnar á Tjörninni, sem fá allt upp í gogginn á sér, missa geislan sína og persónuleika.”
“Þannig virðist mér reglan heldur vera sú að fólk lifi að jafnaði í berhöggi við það sem það boðar, hvaða mynd svo sem kann að vera á því sem boðað er, sé það pólítísk stefna eða tilvistarspeki. Það er engu líkara en þeir sem tala um að grenna sig, sykri alltaf pönnsuna mest og verstu ruddarnir tali um "aðgát í næveru sálar"; þeir sem fordæma glæpinn harðast séu að jafnaði stærstu glæpamennirnir, kapítalisminn sem á að gera alla ríka-geri alla fátæka, og eins víst að frelsið sem mönnum er svo tíðrætt um núna eigi eftir að fera alla að þrælum.”
“Hann sá strax að þetta var mannsbein þegar hann náði því af barninu, sem setið hafði á gólfinu og tuggið á því.”