“En þeir sem voru snemma á fótum morguninn eftir urðu þeirrar huggunar aðnjótandi að sjá Pétur Pálsson ríða heim af fjalli, að vísu aðþreingdan nokkuð, ákaflega moldugan, hattlausan, tannlausan, og loníettulausan, en þó óneitanlega í tiltölulega ómyrtu ásigkomulagi.”
“Ef maður vill stela í þjófafélagi, þá verður að stela samkvæmt lögum; og helst að hafa tekið þátt í því að setja lögin sjálfur.”
“Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.”
“Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn.”
“Kvarta þeir ekki í borgunum yfir því að heura ekki til í heiminum, yfir að vera tilfinningalausir og sljóir og leita svölunar í fíkniefnum og framhjátökum; að eina spurningin snúist um það hvort þeir eigi nú að kála sér eða ekki. Eða þá bíða um nokkurt skeið. Er til eitthvað hræðilegra en að bíða eftir að lífið líði hjá? Í stað þess að taka til hendinni og draga að föngin. Og svo yrkja þeir ljóð og skrifa sögur um einsemdina og kuldann í borginni. Af hverju voru þeir yfir höfuð að fara úr sveitinni?”
“Og nú heldur hann þeir svensku séu ekki jafngáfaðir og hann. Ég skal segja þér: þeir eru gáfaðri en hann, þeir eru svo gáfaðir að einginn kraftur fær þá til að trúa því að það samsafn af lúsugum betlurum norðrí raskati, sem kallar sig íslendinga og nú eru bráðum allir dauðir guðisélof, hafi skrifað fornsögurnar.”
“Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó.”