“Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó.”

Halldor Laxness

Halldór Laxness - “Hef ég drepið mann eða hef ég ekki...” 1

Similar quotes

“...áhyggjur eru holar að innan" Auðvitað eru þær holar að innan! Þær virðast vera risastór björg á vegi manns og miklir farartálmar, en í raun eru þær bara svartar loftbólur. Loftbólur sem springa við minnstu skoðun! Gera ekki minnsta gagn. Þvælast bara fyrir og stoppa mann af og eru svo þegar nánar er skoðað holar að innan. Tómar. Galtómar. Gagnslausar. Einskis nýtar.”

Anna Pálína Árnadóttir
Read more

“Það er ósköp menningarsnautt að sjá inn á heimilin nú til dags þar sem hver hlutur er úr sinni heimsálfunni og oftlega vita menn ekki neitt um hvaðan hluturinn kemur. Og hver er munurinn á heimaunnum hlut og hinum úr verksmiðjunni? Annar hefur sál og hinn ekki, því hver sá sem vinnur hlut í höndum sér, skilur eftir brot af sjálfum sér í verki sínu.”

Bergsveinn Birgisson
Read more

“Ég er ógift móðir þriggja barna og hreint einstök í minni röð. Er mér sagt. Og svona einstök er ég:Ég er dugleg, ég er hugrökk og kjörkuð, ég er sterk, atorkusöm og þolinmóð, fórnfús, iðjusöm, indæl, og alltaf í góðu skapi, þrátt fyrir allt. Ég er eins og óritskoðuð minningargrein.”

Auður Haralds
Read more

“Og ef við gefum okkur nú það sem fólk í borgum nútímans trúir, að hamingjan felist í því að geta keypt svo mikið í búðunum að maður verður öreigi inni í sér, að hamingjan sé að vera frjáls og geta valið allt sem manni dettur í hug í líf sitt eins og heimurinn sé einn allsherjar restaurant, er það ekki dómur yfir allar gengnar kynslóðir sem ekki gátu lifað svo? Og eru þá hamingjan og lífsfyllingin glænýjar uppfyndingar fólksins í borgunum, en allt gengið líf í þessu landi, og reyndar bróðurpartur alls lífs á öllum tímum, merkingarlaust og hamingjulaust?”

Bergsveinn Birgisson
Read more

“Kvarta þeir ekki í borgunum yfir því að heura ekki til í heiminum, yfir að vera tilfinningalausir og sljóir og leita svölunar í fíkniefnum og framhjátökum; að eina spurningin snúist um það hvort þeir eigi nú að kála sér eða ekki. Eða þá bíða um nokkurt skeið. Er til eitthvað hræðilegra en að bíða eftir að lífið líði hjá? Í stað þess að taka til hendinni og draga að föngin. Og svo yrkja þeir ljóð og skrifa sögur um einsemdina og kuldann í borginni. Af hverju voru þeir yfir höfuð að fara úr sveitinni?”

Bergsveinn Birgisson
Read more