“Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó.”
“Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.”
“...áhyggjur eru holar að innan" Auðvitað eru þær holar að innan! Þær virðast vera risastór björg á vegi manns og miklir farartálmar, en í raun eru þær bara svartar loftbólur. Loftbólur sem springa við minnstu skoðun! Gera ekki minnsta gagn. Þvælast bara fyrir og stoppa mann af og eru svo þegar nánar er skoðað holar að innan. Tómar. Galtómar. Gagnslausar. Einskis nýtar.”
“Það er ósköp menningarsnautt að sjá inn á heimilin nú til dags þar sem hver hlutur er úr sinni heimsálfunni og oftlega vita menn ekki neitt um hvaðan hluturinn kemur. Og hver er munurinn á heimaunnum hlut og hinum úr verksmiðjunni? Annar hefur sál og hinn ekki, því hver sá sem vinnur hlut í höndum sér, skilur eftir brot af sjálfum sér í verki sínu.”
“Ef maður vill stela í þjófafélagi, þá verður að stela samkvæmt lögum; og helst að hafa tekið þátt í því að setja lögin sjálfur.”
“Og nú heldur hann þeir svensku séu ekki jafngáfaðir og hann. Ég skal segja þér: þeir eru gáfaðri en hann, þeir eru svo gáfaðir að einginn kraftur fær þá til að trúa því að það samsafn af lúsugum betlurum norðrí raskati, sem kallar sig íslendinga og nú eru bráðum allir dauðir guðisélof, hafi skrifað fornsögurnar.”
“Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn.”