“Og hví skyldu vér amast við bókinni? Hún neyðir þig ekki til að lesa sig. Hún lætur persónu þína afskiftalausa. Hún liggur þarna einmana í horninu í bóksölubúðinni eins og þrítug piparjómfrú. En sá voði vogir yfir þér alla ævi þína, að rithöfundur setjist inn til þín og þylji yfir þér heila syrpu af óprentuðum ljóðum. Bækur eru saklausir hlutir, en rithöfundur eru ægilegar verur.”
“Kvarta þeir ekki í borgunum yfir því að heura ekki til í heiminum, yfir að vera tilfinningalausir og sljóir og leita svölunar í fíkniefnum og framhjátökum; að eina spurningin snúist um það hvort þeir eigi nú að kála sér eða ekki. Eða þá bíða um nokkurt skeið. Er til eitthvað hræðilegra en að bíða eftir að lífið líði hjá? Í stað þess að taka til hendinni og draga að föngin. Og svo yrkja þeir ljóð og skrifa sögur um einsemdina og kuldann í borginni. Af hverju voru þeir yfir höfuð að fara úr sveitinni?”
“Og nú heldur hann þeir svensku séu ekki jafngáfaðir og hann. Ég skal segja þér: þeir eru gáfaðri en hann, þeir eru svo gáfaðir að einginn kraftur fær þá til að trúa því að það samsafn af lúsugum betlurum norðrí raskati, sem kallar sig íslendinga og nú eru bráðum allir dauðir guðisélof, hafi skrifað fornsögurnar.”
“Og ef við gefum okkur nú það sem fólk í borgum nútímans trúir, að hamingjan felist í því að geta keypt svo mikið í búðunum að maður verður öreigi inni í sér, að hamingjan sé að vera frjáls og geta valið allt sem manni dettur í hug í líf sitt eins og heimurinn sé einn allsherjar restaurant, er það ekki dómur yfir allar gengnar kynslóðir sem ekki gátu lifað svo? Og eru þá hamingjan og lífsfyllingin glænýjar uppfyndingar fólksins í borgunum, en allt gengið líf í þessu landi, og reyndar bróðurpartur alls lífs á öllum tímum, merkingarlaust og hamingjulaust?”
“...áhyggjur eru holar að innan" Auðvitað eru þær holar að innan! Þær virðast vera risastór björg á vegi manns og miklir farartálmar, en í raun eru þær bara svartar loftbólur. Loftbólur sem springa við minnstu skoðun! Gera ekki minnsta gagn. Þvælast bara fyrir og stoppa mann af og eru svo þegar nánar er skoðað holar að innan. Tómar. Galtómar. Gagnslausar. Einskis nýtar.”
“Næringarráðgjafinn er heilbrigðið uppmálað. Maður hreinlega finnur hvað líkaminn hennar er kátur með það sem hún gefur honum að borða. Hjá henni eru sellerístönglarnir sælgæti, ekki framandi og skrýtið grænmeti og hnetur og fræ eru nausðynlegir fæðuflokkar, ekki snakk og fuglafóður. Mér líður eins og gömlum jálki, sem er búinn að tyggja úldið hey árum saman, kominn á fund verðlaunahryssu.”